Ukulelenámskeið á Þingeyri

Svavar Knútur söngvaskáld býður upp á Ukulelenámskeið fyrir börn og fullorðna á Þingeyri og nærsveitum, dagana 10. og 11. júní. næstkomandi.

Á námskeiðinu, sem fer fram í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins á Þingeyri, verður farið yfir grundvallaratriði ukuleleleiks og kennd grunngrip og spilatækni.

Tímasetningar grunnnámskeiðsins eru eftirfarandi:
10. júní kl. 17-19
11. júní kl. 17-19

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta sent tölvupóst á hrsvavar@gmail.com eða hringt í síma 864-2276.

Þar sem Svavar Knútur er sérstakur unnandi Þingeyrar og Vestfjarða almennt og vill samfélaginu allt það besta verður kostnaður við námskeiðið litlar 5.000 krónur á mann fyrir hvern kennsludag, samtals 10.000 krónur, en foreldrar fá ókeypis kennslu í fylgd með barni.

Sérstaklega er mælt með því að foreldrar fylgi barni sínu og læri með því á hljóðfærið, því reynsla hefur sýnt að þannig verða framfarir mun varanlegri og lærdómurinn gengur betur.

Enn fremur myndast sameiginlegt tómstundagaman sem barn og foreldri geta átt saman. Þá eru ýmis grundvallaratriði sem erfitt er að leggja á börn að kunna óháð foreldrum sínum, t.d. stilling og meðferð hljóðfæris.

Svavar Knútur getur útvegað prýðis byrjendaukulele á kostnaðarverði fyrir alla sem þess óska. Kosta þau einungis 10.000 krónur. Þeir sem eiga ukulele fyrir mega endilega heyra í Svavari Knúti, því ólíkt manneskjunum eru ekki öll ukulele sköpuð jöfn að gildi og gæðum.

DEILA