Snæfjallaströnd: mokstur í athugun

Horft af leitinu yfir Lónseyrina í síðustu viku. Mynd: Jón Halldórsson.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að það styttist í mokstur út á Snæfjallaströnd, „það er verið að skoða þetta sem og mokstur í Skálavík -ytri.“

Hann segir að fjárveitingar í vetrarþjónustu séu óbreyttar og að beita þurfi við sem mestri skynsemi til að takmarka útgjöld.

Ekki skylda fyrir Ísafjarðarbæ

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að vegurinn sem um ræðir sé skilgreindur sem  héraðsvegur skv. vegaskrá en Vegagerðin sinnir einungis snjómokstri á þjóðvegum.  Í svari við fyrirspurn Bæjarins besta segir Birgir:

„Í þeim tilvikum þar sem Vegagerðinni er heimilt að beita helmingamokstursreglu til móts við sveitarfélag, er skilyrt, að það sé á býlum með vetursetu. Ísafjarðarbær hefur ekki sinnt vetrarþjónustu á  svæðinu, þar sem þarna er ekki veturseta og Ísafjarðarbær ber ekki lögbundna skyldu á að opna leiðina frekar en Vegagerðin. Það hefur engin beiðni komið á borð Ísafjarðarbæjar um aðkomu að þessu máli sem skýrist væntanlega af því að bærinn á enga aðkomu að því.“

DEILA