Rafbílar: Hægt að hlaða þrisvar sinnum hraðar

ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð af hraðhleðslustöðvum með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við höfuðstöðvar ON við Bæjarháls. Nú geta rafbílaeigendur hlaðið þrisvar sinnum hraðar en áður með nýjum hraðhleðslustöðvum ON þar sem afl þeirra mun aukast þrefalt, úr 50 kW í 150kW.

Á næstu dögum verður hraðhleðslustöð ON við Miklubraut uppfærð í 150 kW og í framhaldinu verður haldið áfram að uppfæra hraðhleðslur víða um land. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á næsta ári.

Á sjötta tug hraðhleðslustöðva ON hringinn í kringum í landið

Árið 2014 hóf Orka náttúrunnar uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þegar fyrsta hraðhleðslan var opnuð við Sævarhöfða í Reykjavík. Þessi uppbygging er liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.

ON rekur í dag stærsta hraðhleðslunet landsins og eru stöðvarnar nú vel á sjötta tug talsins. Áhersla hefur verið lögð á að þétta og bæta hraðhleðslunetið til að þjónusta rafbílaeigendur sem allra best.

DEILA