Náttúrustofa Vestfjarða: Fornleifarannsóknir í Arnarfirði

Verkefnið Arnarfjörður á miðöldum heldur áfram í sumar á vegum fornleifadeildar níunda árið í röð.

Rannsóknum verður haldið áfram á Auðkúlu þar sem uppgröftur stendur yfir á býli frá 11.öld.
Einnig verða rannsóknum haldið áfram í túninu á Hrafnseyri.

Á dögunum fékkst styrkur úr nýsköpunarsjóð námsmanna og mun Gunnar Grímsson vinna að ,,Þróun aðferða með notkun dróna með hitamyndavél og gerð stafrænna yfirborðs- og þrívíddarlíkana sem nýtast til fornleifarannsókna“

Fyrirhugað er að beita þessari tækni við ljósmyndum á bæjarstæðum í Arnarfirði.
Með þessari aðferð er hægt að greina minjar undir sverði sem oft sér ekki stað á yfirborði. Er þetta liður í að rannsaka upphaf og þróun byggðar í Arnarfiði frá landnámi.

Rannóknin hefst á næstu dögum en fornleifauppgröftur byrjar á vegum rannsóknarinnar í ágúst.

Við hana munu starfa sex fornleifafræðingar. Rannsóknin í ár hlaut hæsta styrk úr Fornminjasjóði ásamt styrk frá prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar. Auk þess nýtur rannsóknin velvildar staðarhaldara á Hrafnseyri sem leggur til húsnæði og aðstöðu á meðan rannsóknum stendur.

DEILA