Malbikun: Vestfjarðagöng lokuð í nótt

Malbikun á Flateyri. Mynd: Páll Önundarson.

Dagana 7.-11. júní stendur til að malbika í Vestfjarðargöngum. Vinna fer fram á nóttunni frá 22:00 til 7:00. Á sunnudagskvöld verður byrjað að malbika í Botnsdalslegg, frá gangnamuna að gatnamótum og tekur það tvær nætur. Eftir það verða malbikaðir tveir kaflar í Breiðadalslegg sem tekur einnig tvær nættur. Á meðan framkvæmdum stendur í Botnsdalslegg verður lokað fyrir alla umferð um Botnsdalslegg en opið verður á milli Breiðadals og Tungudals. Sama á við um vinnu í Breiðadalslegg, lokað fyrr alla umferð um Breiðadalslegg en opið milli Botnsdals og Tungudals. Björgunarsveit mun vakta lokanir og aðstoða ef lögregla, sjúkrabílar, slökkvilið og annar forgangsakstur þarf að komast í gegn.

Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar æbjörg á Flateyri leggur áherslu á að ekki sé hægt að gera undantekningu á þessari lokun nema fyrir neyðarakstur lögreglu og annara neyðaraðila.

 

DEILA