Malbikun á Þingeyri á morgun og á föstudaginn

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Fimmtudaginn 4. júní stendur til að malbika Fjarðargötu, á milli bæjarmarka og Sjávargötu, á Þingeyri. Annarri akreininni verður lokað fyrir umferð í einu meðan á framkvæmdum stendur og umferð stýrt framhjá. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 20:00.

Föstudaginn 5. júní stendur til að malbika Aðalstræti, á milli Brekkugötu og Aðalstrætis 57, á Þingeyri. Annarri akreininni verður lokað fyrir umferð í einu meðan á framkvæmdum stendur og umferð stýrt framhjá. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 18:00.

 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin geta verið þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

DEILA