Landsnet: kynningarfundi frestað um kerfisáætlun

Landsnet áformaði að halda á Hótel Ísafirði í dag kynningarfund um nýja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2021-2023 og umhverfisskýrslu, eru nú í opnu umsagnarferli.

Ekki hefur verið flogið í dag og hefur fundinum því verið frestað.

Tilkynnt verður um nýjan fundartíma svo fljótt sem auðið er.

En hér kemur fréttin um fundinn sem vera átti í dag:

Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni er að núna er samfelld 220 kV tenging frá Suðurnesjum og að Austurlandi komin á 10 ára áætlun. Tengingin mun ná um Vesturland og Norðurland og austur á land sem þýðir að landshlutar verða samtengdir með fullnægjandi tengingum sem auka mun  afhendingaröryggi og tiltæka afhendingargetu á landinu öllu auk þess sem hún mun auðvelda nýjum notendum og framleiðendum að tengjast kerfinu. Einnig inniheldur áætlunin umfjöllun um framtíðarþróun meginflutningskerfisins og er þá fjallað um tvær meginleiðir. Annars vegar að koma á annarri tengingu á milli landshluta um hálendið, ýmist með riðstraums- eða jafnstraumstengingu, og hins vegar að tengja saman kerfin suður fyrir jökla.

Breyttar áherslur í framkvæmdaáætlun

Síðast liðinn vetur sýndi okkur svo munaði hversu mikilvægt það er að flutningskerfið sé öruggt.  Í kjölfarið á fárviðrinu sem gekk yfir landið setti  ríkisstjórnin fram aðgerðir sem miða að styrkingu og uppbygginu á flutningskerfinu og bera verkefni á nýrri framkvæmdaáætlun þess glögglega merki. Í áætluninni má finna ný verkefni, bæði í meginflutningskerfinu sem og í svæðisbundnu flutningskerfunum sem sérstaklega er ætlað að bæta afhendingaröryggi í landinu á sem skemmstum tíma.

Sem dæmi um ný verkefni á framkvæmdaáætlun má nefna tengivirki í Hrútatungu og í Breiðadal á norðanverðum Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar um framkvæmdir, tímaramma og hagræn áhrif má finna á www.landsnet.is.

DEILA