Hornstrandir hreinsaðar um helgina

Á laugardagskvöld kom 20 manna vaskur sjálfboðaliðahópur Hreinni Hornstranda til hafnar á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hópurinn hreinsaði undir stjórn Gauta Geirssonar á tveimur dögum, Smiðjuvík, Bjarnarnes, Hrollaugsvík og Hornvík og gekk ferðin í alla staði vel.

Borea Adventures Iceland flutti í Smiðjuvíkina.  Landhelgisgæslan sér um að koma ruslinu í burtu, en Umhverfisstofnun og Ísafjarðarbær sjá um förgunina.

Ferðin markaði tímamót því með hreinsun Smiðjuvíkur og Hrollaugsvíkur var fyrstu yfirferð yfir strandir friðlandsins lokið og jafnframt var önnur umferð hafin með yfirferð í Hornvík sem var hreinsuð árið 2015.

Það plast sem safnað var er að langmestu leyti tengt útgerð, líklega nærri 80%  (aðallega höfuðlínukúlur, trollnet o.fl).

Hreinsun Hornstrandir er samfélagsverkefni drifið áfram af sjálfboðaliðum á Vestfjörðum.

Meðfylgjandi mynd Viðar Kristinssonar var tekin við heimkomu af hópnum og áhöfn. Aðrar myndir tók Sigurður Pétursson.

Gauti Geirsson kemur í land að aflokinni velheppnaðri hreinsun í Smiðjuvík.
Smiðjuvík.

DEILA