Helena ráðin verkefnisstjóri á Flateyri

Helena Jónsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri á Flateyri og mun hún hefja störf seinnipart sumars.

Hlutverk verkefnastjóra er að leiða nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu.

Helena lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og Cand.Psych. gráðu í sálfræði frá sama skóla 2010. Hún hlaut löggildingu í verðbréfaviðskiptum frá Viðskiptaráðuneytinu árið 2006.

Helena hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnun og rekstri, starfsmannastjórnun, nýsköpun, verkefnastjórnun, sölu- og þjónustustjórnun og ráðgjöf til stofnana og fyrirtækja, auk þess að hafa starfað sem sálfræðingur um nokkurra ára skeið.

Þá var Helena framkvæmdastjóri við stofnun Lýðskólans á Flateyri og skólastjóri á fyrsta starfsári hans 2018 til 2019.

Hún hefur verið í sjálfstæðum rekstri sálfræðiþjónustu frá ágúst 2019.

DEILA