Flateyri: malbikun Hafnarstrætis ekki kláruð

Hafnarstrætið á Flateyri. Mynd: aðsend.

Vegagerðin malbikaði í vikunni Hafnarstrætið á Flateyri. Það telst vera þjóðvegur í þéttbýli og er því á kostnað ríkisins. Hafnarstrætið er óvenjubreið gata og virðist svo vera að vegagerðin miði við hámarksbreidd. Fyrir vikið standa út af  um tveir metrar af Hafnarstrætinu sjávarmegin sem ekki var malbikað.

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri segir það  klaufalegt að skilja við þetta svona,  „en framkvæmdasviðið hjá okkur var ekki upplýst um málið fyrr en of seint. Þannig að greinilega skorti eitthvað uppá samskipti varðandi þessa framkvæmd.“

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í sínu svari að það sem þarna hafi út af staðið „eru bílastæði á vegum sveitafélagsins en þeir ákváðu að láta ekki malbika þetta samhliða þessum framkvæmdum að þessu sinni.“

 

DEILA