Fiskeldi hafið að nýju í Álftafirði

Papey fer með seiði út í kví. Mynd: Bragi Þór Thoroddsen.

Í fyrrakvöldi þann 24. júní 2020, kom Papey með fyrsta farminn af regnbogaseiðum frá Nauteyri til þess að flytja út í fiskeldiskvíar á Álftafirði. Papeyin kom um kl. 23 og fór að dæla fyrsta skammtinum í kví. Áætlað er að setja um 160.000 seiði, sem eru um 200 gr. að þyngd hvert  í kvíarnar og ala fram á haustið 2021 í sláturstærð. Vonir standa til þess að regnbogasilungur nái um 3500 gr. þyngd haustið 2021 og helst meira ef vel gengur.

Háafell hefur fengið útgefið starfs- og rekstrarleyfi fyrir tæpum 7.000 tonnum af regnbogasilung til þauledis í fiskeldiskvíum.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps  fagnaði  því að leyfi hafi fengist fyrir eldinu og sagði gleðilegt að sjá eldið hefjast í kvíum inn á Álftafirði. Óskaði hann Háafelli velfarnaðar.

 

DEILA