Edinborgarhúsið var troðfullt í kvöld á tónleikum Helga Björns og reiðmanna vindanna. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta voru um 300 manns á tónleikunum. Mugison spilaði nokkur lög og segja má að þeir Vestfirðingar hafi náð salnum með sér og tóku gestir vel undir með þeim í lögum kvöldsins.
Helgi tók lög með BG og Ingibjörgu eins og hann hafði boðað en fékk Árna Sigurðsson til þess að koma upp á svið og syngja lag með reiðmönnum vindanna, en um tíma hét hljómsveit Baldurs BG og Árni.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson