Bolungavík: hóf fyrir heiðursborgarann

Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Í dag var haldið hóf henni til heiðurs að heimili hennar að Hlíðarstræti í Bolungarvík.

Bæjarbúar drógu fána að húni og flögguðu í dag  til heiðurs Helgu Guðmundsdóttur.

Ágúst Atlason tók þessar myndir í dag fyrir Bolungavíkurkaupstað.

Frá vinstri: Karólína Ósk Rafnsdóttir með Krisbí, Freyja Vilhjálmsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Kristín Líf Kristjánsdóttir.

DEILA