Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri eignast húsnæði og fær milljón króna styrk

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri hefur eignast húnsæðið að Túngötu 7 á Flateyri. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að afsala húseignina til sveitarinnar að fullu. Um er að ræða 97 fermetra hús byggt 1961 sem er skráð sem slökkvistöð. Fær björgunarsveitin húsnæðið endurgjaldslaust en í staðin mun hýsa í 10 ár endurgjaldslaust eina slökkvibifreið ásamt búnaði.

Þá fékk sveitin í gær, á sjómannadaginn, einnar milljón króna fjárstyrk  frá útgerðinni Hlunnar á Flateyri. Eigendur eru Einar Guðbjartsson og Guðrún Pálsdóttir. Þau hafa gert út í 41 ár frá Flateyri og  frá 1999 með syni sínum Birki Einarssyni þegar  útgerðarfélagið Hlunnar stofnað. Björgunarsveitinni var færð þessi veglega gjöf í tilefni þess að útgerðarsögunni er lokið og vildu eigendurnir með því þakka fyrir velvild og stuðning yfir öll þessi ár og þá sérstaklega undanfarna mánuði eftir snjóflóðið í janúar.