Aðalsafnaðarfundur Ísafjarðarsóknar

Fimmtudagskvöldið 11. júní klukkan átta verður aðalsafnaðarfundur Ísafjarðarsóknar haldinn í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju.  Formaður sóknarnefndar, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir flytur skýrslu starfsársins.  Lagðir verða fram reikningar sóknarinnar og kirkjugarðanna.

Rætt um safnaðarstarfið og kosið um stækkun kirkjugarðsins á Réttarholti.  Alli áhugasamir velkomnir.

Sóknarprestur er sr Magnús Erlingsson.

 

DEILA