Vestfjarðagöngin: ekki von á útvarpssambandi

Ekki er þess að vænta að útvarpssamband komist á í Vestfjarðagöngunum. Þetta kom fram í svörum Sigurðar Inga Jóhannssonar Samgönguráðherra við fyrirspurn frá Guðjóni Brjánssyni, alþm um öryggi í jarðgöngum á Íslandi.

Í máli Guðjóns kom fram að elstu garðgöngin eru gögnin í gengum Arnarneshamar. Þau eru frá 1949 og eru 30 metra löng. Kostuðu göngin 750 þúsund króna á verðlagi þess árs. Lengstu göngin eru Vestfjarðagöng frá 1996 en þau eru 9,1 km að lengd. Alls eru 10 jarðgöng á landinu og þau elleftu, Dýrafjarðargöng bætast við i haust. Guðjón lagði fyrir ráðherrann spurningar um skilgreiningu á öryggisatriðum ganga og spurði sérstaklega um fjarskiptasamband og útvarpssamband og vísaði þar m.a. til þess að útvarpssamband er ekki til staðar í Vestfjarðagöngum, en hins vegar net- og símasamband.

Í máli ráðherra kom fram að öryggisatriði eru samræmd og eftirlit  en mismunandi aldur ganganna skýri mismunandi stöðu öryggismála eins og fjarskiptasambands. Hins vegar komu ekki svör við því hvort yrði ráðist í úrbætur á Vestfjarðagöngum né mat á kostnaði við þær aðgerðir.

Einnig tóku til máls í umræðunni Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

DEILA