Fækkað hefur um 20 manns á Vestfjörðum frá 1. desember 2019 til 1. maí 2020 samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Í apríl fjölgaði um 2 íbúa eftir fækkun um 23 íbúa í marsmánuði. Fækkunin er einkum í Ísafjarðarbæ (13 manns) og Súðavíkurhreppi (6 manns).
Fjölgað hefur á sunnanverðum Vestfjörðum, einkum Vesturbyggð um 6 manns og um 2 í Árneshreppi frá 1. apríl. Fjölgunin er hlutfallslega mest í Árnehreppi.
Séu tölur skoðaðar frá 1. desember 2018 sést að íbúum fjölgaði um 24 á Vestfjörðum. Það er aðallega í Vesturbyggð sem íbúum hefur fjölgað á þessu tímabili. En þar hefur fjölgað um 29 manns.