Súðavík: Raggagarður opnar í dag

Raggagarður, Fjölskyldugarður Vestfjarða Súðavík  opnar í dag 31 maí.   Hjónakornin Vilborg og Halldór verða í garðinum á morgun og veita leiðsögn og fræðslu um garðinn kl: 14.00. Saga garðsins er einstök og gaman fyrir þá sem ekki þekkja mikið til að fá söguna frá þeim sem þekkja til á staðnum.  Allir hjartanlega velkomnir ungir sem aldnir.

 

Fjölskyldu og útivistargarðurinn Raggagarður var formlega opnaður 6. ágúst 2005. Garðurinn er í ytri byggð Súðavíkur. Garðurinn býður upp á góða afþreyingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi, hvort sem vilji er fyrir að leika sér í leiktækjum eða grilla og eiga ánægjulegar stundir með fjölskyldunni í fallegu og kyrrlátu umhverfi.

Heimsókn í garðinn ætti engin að láta fram hjá sér fara sem leggur leið sína til Súðavíkur.