Söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefnda

Árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar hófst þriðjudaginn 5. maí með sölu á Mæðrablóminu sem er Leyniskilaboðakerti. Þetta er þriðja árið í röð sem farið er í söfnunarátak en allur ágóði af sölunni rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt fleiri en 250 styrki til náms.

 Hér    er hægt að festa kaup á eintaki.

Þrjár konur leggja átakinu lið sem sérstakir verndarar þess: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, frú Eliza Reid forsetafrú og í ár bætist söngkonan Sigríður Thorlacius í hópinn.

Sigríður valdi eftirfarandi texta í eitt leyniskilaboðakertið: „ Mamma, þú ert elskuleg mamma mín. Mamma, mér finnst gott að koma til þín.“ Textinn er úr laginu Litli tónlistarmaðurinn en bæði lagið og textinn eru eftir Freymóð Jóhannsson.

DEILA