Mariann í netsöngkeppni Samfés – úrslit í kvöld

Mariann Rähni frá Bolungavík flutti lagið Hjá þér með Sálinni Hans Jóns míns í netsöngkeppni Samfés.

Frá þessu er greint á vefsíðunni vikari.is í Bolungavík.

Samfestingurinn 2020 var felldur niður vegna faraldursins en Söngkeppi Samfés hefur verið hluti af honum þar sem mörg þúsund unglingar hafa komið saman í Laugardalshöllinni eina helgi, keppt í ýmsum greinum og skemmt sér saman.

 

Ákveðið var að halda netsöngkeppni í staðinn fyrir Söngkeppni Samfés en Mariann Rähni sigraði í forkeppninni hér á norðanverðum Vestfjörðum í febrúar.

Unglingar af öllu landinu höfðu þegar tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og var búið að velja 30 atriði sem keppa áttu í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020. Það má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar og söngkonur landsins hafi komi fram á þessum  viðburði sem fyrst var haldinn 1992 í Danshúsinu í Glæsibæ.

Dómnefnd velur sigurvegara keppninnar sem og annað og þriðja sæti.

Einnig var netkosning um titilinn Rödd fólksins 2020.
Úrslit Söngkeppni Samfés 2020 og Rödd fólksins verða tilkynnt á ungruv.is í kvöld, mánudaginn 25. maí klukkan 20:00.

 

Mariann Rähni syngur lagið Hjá þér með af Sálinni Hans Jóns míns.

DEILA