Ísafjörður: hellulögn í Skólagötu

Opnuð hafa verið tilboð sem bárust í hellulögn á Skólagötu á Ísafirði. Auk hellulagnar á að endurnýja lagnir frá niðurfallsrörum íbúða og setja ný niðurföll í götu.

Þrjú tilboð bárust. Lægstbjóðandi var fyrirtækið Hellur og lagnir með 20,4 milljónir króna. Gröfuþjónusta Bjarna bauð 23 milljónir króna og Búaðstoð 26,9 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 23 milljónir króna.

Bæjarráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda. Málið verður afgreitt á næsta fundi bæjarstjórnar.

DEILA