Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í dag verður tekin til afgreiðslu tillaga fræðslunefndar bæjarins um heimgreiðslur til foreldra barna sem orðin eru 18 mánaða og ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi.
Upphæð heimgreiðslu er 55.350 kr. Tekið er mið af niðurgreiðslu dagforeldra í heimhúsum.
Heimgreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári. Í júlí mánuði eru ekki greiddar
heimgreiðslur.
Heimgreiðsla er bundin því að barn sé með lögheimili í Ísafjarðarbæ. Við flutning úr sveitarfélaginu falla heimgreiðslur niður frá og með sama degi.
Ísafjarðarbær miðar við og leggur áherslu á að öll 18 mánaða börn fái úthlutað leikskólaplássi.
Undantekning á reglu um heimgreiðslur geta komið til ef ekki er laust pláss á leiksskólum í
sveitarfélaginu eftir 18 mánaða aldur barns. Greiðslur falla niður um leið og barn hefur
leikskólagöngu eða hafnar leikskólaplássi.
Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimgreiðslu þegar barnið nær 9 mánaða aldri.