Hagkvæmar smávirkjanir á Ströndum

Kort sem sýnir virkjunarkostina.

Í nýútkominni skýrslu Verkís fyrir Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum eru  metnir tveir kostir í Árneshreppi og fimm í Kaldrananeshreppi. Báðir kostirnir í Árneshreppi eru metnir hagkvæmir og þrír í Kaldrananeshreppi.

 

Allur Árneshreppur var undir við mat á mögulegum virkjanakostum að undanskildu vatnasviði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og landsvæðinu norðan Ófeigsfjarðar sem ekki er í vegasambandi. Eftir yfirferð voru 2 virkjanakostir metnir, báðir í botni Reykjafjarðar í Reykjafjarðará (með veitu úr Vötnum við upptök Mjóadalsár) og í Kjósará. Báðir kostir reynast nokkuð hagkvæmir. Við báða kostina þarf þó að leggja þrýstipípur niður hlíðar sem eru mjög brattar.

Í töflu 4.1 má sjá samantekt á mögulegum virkjanakostum í Árneshreppi. Frá Steingrímsfirði liggur 1-fasa loftlína mest alla leið í Trékyllisvík. Báðir virkjunarkostirnir eru í Reykjafirði þar sem línan fer um og ekki hægt að tengja þessar virkjanir fyrr en strengur er komin yfir Trékyllisheiði.

Báðir kostirnir eru nokkuð stórir á þessum mælikvarða með 1,5 MW og 1,9 MW og samtals 15,80 GWh.

Í Kaldrananeshreppi var allt landsvæðið undir við leit að mögulegum virkjanakostum. Metnir voru 5 virkjanakostir í Seljaá, Þverá í Bjarnafirði, Hallardalsá, Fossá og Göngustaðaá. Þrír kostir reynast hagkvæmir og einn til er mögulega hagkvæmur.

Í töflu 4.4 má sjá samantekt á mögulegum virkjanakostum í Kaldrananeshreppi sem metnir voru í þessari skýrslu. Um Sveitarfélagið liggur 11 kV lína og víðast hvar er ekki langt í hana frá virkjunarsvæðunum.

Hér eru greinilega álitlegir kostir til raforkuframleiðslu.

DEILA