Gabriel Adersteg gengur til liðs við Vestra

Gabriel Adersteg í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd: Karfan.is

Verulegar breytingar verða á karlaliði Vestra í körfuknattleiknum næsta vestur. Bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir eru gengnir til liðs við Stjörnuna og Nebojsa Knezevic  mun leika með Skallagrími i Borgarnesi á næsta leiktímabili.

Vestri hefur nú fengið liðsauka. Sænski framherjinn Gabriel Adersteg hefur skrifað undir samning við Vestra. Gabriel lék síðasta tímabil með Snæfelli í fyrstu deildinn en lék þar áður í Ítölsku C deildinni. Hann á einnig að baki feril í bandaríska háskólaboltanum og í heimlandinu m.a. með sænska U16 landsliðinu.

Gabriel er vinnusamur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er mikill liðsspilari. Hann leiddi ungt lið Snæfells síðastliðinn vetur og var stiga, og stoðsendinga hæsti leikmaður liðsins með 22.3 stig og 3,7 stoðsendingar auk þess að taka  6,6 fráköst með alls 19,5 framlagspunkta.

DEILA