Fuglavernd: haldið köttum inni á varptíma

Köttur með kraga. Mynd: Daníel Bergmann .

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Kettir veiða helst algenga garðfugla: Skógarþröst, ​svartþröst​, ​stara​, ​snjótittling​, ​ auðnutittling​ og ​þúfutittling.

Fuglavernd bendir á nokkur úrræði sem eru til þess fallin að draga úr tjóni af veiðum katta svo sem að stýra útivistartíma kattanna og hafa í huga að kettir sjá verr í birtu, nota hjálpartæki svo sem bjöllu og kraga og fæða köttinn vel heima fyrir. Saddur köttur er hann latari til veiða segir í frétt Fuglaverndar. Þá er bent á það ráð að sprauta köldu vatni yfir köttinn eða notast við fælingarefni með lykt sem köttum finnst vond.

DEILA