Efnalaugin Albert opnar fyrir almenning aftur

Efnalaugin Albert, Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Efnalaugin Albert mun opna á mánudaginn kemur fyrir þvotti frá almenningi eftir að hafa lokað skömmu fyrir páska vegna covid19. Efnalaugin er með alla þvotta fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og þar með hjúkrunarheimilið Berg í Bolungavík  og eftir að smitin komu upp á Bergi var ákveðið að loka til að fyrirbyggja að smit gætu borist frá almenningi á stofnanirnar.

Nú er búið að útskrifa alla með smit og verður því að sögn Einars Gunnlaugssonar aftur tekið við fatnaði og öðrum þvotti frá og með næsta mánudag. Í næstu vikur verður þó aðeins opið frá 10 – 2 alla virka daga en í þarnsætu viku verður aftur kominn á venjulegur opnunartími.

Þá verður opið á mánudögum frá kl 8 til 4:30 , þriðjudaga til fimmtudaga frá kl 8 til 4 og á föstudögum verður opið frá kl 9 til 18.

 

 

DEILA