Í gær var björgunarskipinu Gísla Jóns siglt út á Djúp og farið inn að Bæjum á Snæfjallaströnd.
Á meðfylgjandi myndum má sjá að bryggjan þar má muna fífil sinn fegurri. Vetrarveðrin hafa farið illa með hana og er hún varla nothæf í þessu ástandi. Full þörf er á því að lagfæra bryggjuna í sumar enda gegnir hún mikilvægu öryggishlutverki auk þess að vera merkar samgönguminjar.