Vesturbyggð: Kristín Mjöll Jakobsdóttir ráðin skólastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur staðfest ráðningu  Kristínar Mjallar Jakobsdóttur, fagotleikara og tónlistarkennara í starf skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar tímabundið í eitt ár frá 1. ágúst 2020.

Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam fagottleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Sigurði Markússyni, aflaði sér framhaldsmenntunar í Bandaríkjunum og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Ennfremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfaði Kristín með Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett þar til 1998. Á Íslandi hefur hún starfað með með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og ýmsum kammerhópum. Kristín Mjöll starfar jafnframt við kennslu.

Kristín Mjöll hefur reglulega haldið einleiks- og kammertónleika, á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og Hong Kong.

DEILA