Tveir smitaðir á Þingeyri

Þingeyri.

Tveir hafa greinst með smit á Þingeyri og 12 eru í sóttkví í Dýrafirði, 10 á Þingeyri og 2 í dreifbýlinu. Þetta kemur fram í síðustu stöðuskýrslu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

á Flateyri er 1 með smit, eins og fram kom í fyrradag, og 2 eru í sóttkví. Enginn hefur greinst með smit í Súgandafirði en einn er í sóttkví. Þá eru 4 msitaðir í Hnífsdal og þar eru 14 í sóttkví. á Ísafirði eru 13 smitaðir og 43 eru í sóttkví.

Samtals eru 20 smitaðir í Ísafjarðarbæ og 72 eru í sóttkví. Þar hafa 87 lokið sóttkví.

Í Bolungavík eru 26 smitaðir og 237 í sóttkví. Þar hafa 36 lokið sóttkví.

Í Súðavík er einn smitaður. Þrír eru í sóttkví og  níu hafa lokið sóttkví.

Á norðanverðum Vestfjörðum eru 47 smitaðir og 312 eru í Sóttkví.

Sunnanverður Vestfirðir eru einnig á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þar er ástandið allt annað og betra.  Ekkert smit hefur greinst á svæðinu. Tíu eru í sóttkví, 7 á Patreksfirði og 3 á Bíldudal.  Tálknafjörður er alveg laus við covid19.

Strandasýsla og Reykhólahreppur eru á svæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þar hafa 2 greinst með smit, einn á Reykhólum og annar á Hólmavík. Einn er í sóttkví á Hólmavík.

Sveitarstjóri Strandabyggðar segir á vefsíðu sveitarfélagsins að þessi eini sem greinst hefur með smit sé með lögheimili í sveitarfélaginu en búsettur í öðru sveitarfélagi. Segir hann Strandabyggð því enn sem komið er laus við smit.

DEILA