Stuttmynd um altaristöfluna í Ísafjarðarkirkju

Stuttmyndin Fuglar himinsins fjallar um samnefnt altarisverk í Ísafjarðarkirkju eftir listakonuna Ólöfu Nordal. Myndin var gerð til að sýna á prestastefnunni þegar hún var haldin á Ísafirði dagana 10.-12. júní 2014. Jóhannes Jónsson, kvikmyndagerðamaður á Ísafirði tók myndir og sá um alla tæknivinnu. Sr. Magnús Erlingsson skrifaði handritið og las upp textann ásamt Hlíf Guðmundsdótur kennara. Undir myndinni heyrist tónlist úr orgelverkinu Dýrð Krists, sem Jónas Tómasson samdi fyrir vígslu nýs orgels í Ísafjarðarkirkju árið 1995.