Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að rýmka verulega ákvæði laga um stjórn fiskveiða og reglugerða sem fjalla um strandveiðar. Vísar bæjarráðið til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi.
Bæjarráðið tekur undir áherslur í bréfi Landssambands smábáteigenda dags. 27. mars 2020. Þar kemur fram að í stað þess að strandveiðar standi yfir í 4 mánuði – maí til og með ágúst og 48 veiðidagar skiptist jafnt á mánuðina verði dagarnir gefnir út til 12 mánaða. Jafnframt verði engar hömlur verði á því hvenær dagarnir verði nýttir en nú er einungis er hægt að nýta þá 4 daga í viku, mánudaga til fimmtudaga.
Bæjarráðið segir í ályktun sinni að þessar breytingar verði til þess að sveigjanleiki eykst við nýtingu auðlindarinnar og þannig fáist sem mest verðmæti fyrir þann afla sem veiddur er.