Ný skýrsla um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum

Í dag var birt ný skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi
raforku á Vestfjörðum. Skýrslan er unnin fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og höfundar efnis eru starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og Orkustofnunar.

Samstarfshópin skipa Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, formaður,
Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti
Guðmundur V. Magnússon, þáverandi framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, nú
tæknistjóri Arnarlax. Kristín Hálfdánsdóttir, þáverandi rekstrarstjóri Landflutninga/Samskips,  Elías Jónatansson, orkubússtjóri og Eva Sigurbjörnsdóttir , oddviti Árneshrepps.

Samstarfshópurinn var skipaður 2011 og er þetta fjórða skýrslan sem hann skilar af sér til ráðherra.

Helstu tillögur nefndarinnar eru:

• Samræma vegagerð og strenglagnir vegna raforkuflutnings og dreifingar.
• Skipuleg vinna með afrennsliskort til þess að greina möguleika á minni og stærri
vatnsaflskostum.
• Skoðun á minni og öðruvísi virkjanakostum á Glámu hálendinu (Kjálkafjörður).
• Skoða þarf að setja löggjöf sem kveður á um skyldu um myndun vatnsnýtingarfélags á
hverju einstöku vatnasvæði. Þannig er komið í veg fyrir að litlir eigendur geti stöðvað
virkjanaframkvæmdir.
• Efnahagsleg og félagsleg greining á þýðingu jarðhita fyrir minni byggðarlög.
• Kanna þarf leiðir til þess að greiða niður eignastofn vegna dreifingar raforku í dreifbýli.
• Skoða betur möguleika á uppsetningu lághitavirkjana á svæðum sem eru með yfir 100°C
hita.
• Frekari kortlagning á jarðhitakostum á Vestfjörðum.

Fram kemur að á Vestfjörðum hafi afhendingaröryggi lengi verið heldur lakara en víðast annars staðar á landinu. Til þess að bæta afhendingar-öryggið hafa á undanförnum árum verið gerðar ýmsar endurbætur á flutningskerfinu, eins og bygging nýrrar vararafstöðvar í Bolungarvík með tilheyrandi snjallnetsstýringu, sem hefur bætt afhendingaröryggið mikið á norðanverðum Vestfjörðum.

Engu að síður er öryggið mun minna en í öðrum landshlutum:

DEILA