Námsmaður óskast til Tungumálatöfra

Við leitum að námsmanni sem vill sækja um í nýsköpunarsjóð námsmanna til að vinna verkefni Tungumálatöfra með okkur í sumar. Við erum að skoða stöðu verkefnisins og framtíðarmöguleika og samstarfsaðila. Viðkomandi myndi vinna náið með verkefnastýru og stjórn Tungumálatöfra. Hentar mjög vel þeim sem eru í hvers kyns hugvísinda og menningarstjórnunarnámi.

Starfið væri háð styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020, kl. 16:00.

Hér er hlekkur á Nýsköpunarsjóðinn  https://www.rannis.is/sjodir/menntun/nyskopunarsjodur-namsmanna/

 

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3. – 8. ágúst 2020. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi. Á lokadeginum verður svo Töfraganga sem endar með bæjarhátíð í Suðurtanga. Þar standa bæjarbúar af ólíkum uppruna fyrir fjölskylduskemmtun með leikjum, sögum, myndlist og matarupplifun.

DEILA