Ísafjarðarbær: COVID-19: Leik- og grunnskólar eftir páska

Aðgerðarstjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við sóttvarnarlækni að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarna á norðanverðum Vestfjörðum a.m.k. til 26. apríl næstkomandi.

Fyrirkomulag þetta hefur áhrif á alla leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi. Foreldrar í framlínustörfum geta sótt um vistun fyrir börn sín í 1.-2. bekk grunnskóla og börn á leikskólaaldri.

Mikilvægt er að sækja um á island.is og láta forstöðumann stofnunar vita um fyrirkomulag á vistun barna hverja viku fyrir sig.
Hver og einn grunnskóli sendir út fyrirkomulag á heimakennslu nemenda sinna þennan tíma. Það getur tekið tíma fyrir starfsfólk skólanna að finna lausnir og því er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með tilkynningum frá skólunum og kennurum.

Flestir grunnskólar voru þegar byrjaðir með heimakennslu að einhverju leyti áður en núverðandi samkomubann var sett á og heldur það fyrirkomulag áfram. Leikskólarnir verða áfram opnir fyrir forgangsbörn og vinna eftir sínu skipulagi samkvæmt því.