Hreyfing eftir Fannar Karvel

Íþróttafræðingurinn og Bolvíkingurinn Fannar Karvel hefur tekið saman handbók um hreyfingu þar sem hann setur upp aðgengilegt og skemmtilegt æfingakerfi.

Góðar leiðbeiningar í máli og myndum fylgja hverri æfingu og eins og nafn bókarinnar gefur til kynna eru æfingarnar sérsniðnar að aldurshópnum 60 ára og eldri.

Fyrir þá sem vanir eru að gera styrktar- og teygjuæfingar heima við er þessi bók vonandi ánægjuleg viðbót.

Nýlega fengu allir eldri borgarar í Eyjafirði þessa bók að gjöf Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar.

Bókin er 64 blaðsíður og er í kiljuformi og því þægileg til að hafa við höndina.

Þessa dagana er Fannar Karvel að vinna að því að koma bókinni á netið svo sem flestir geti notfært sér hana og einnig eru í gangi viðræður við RÚV um gerð sjónvarpsþátta.

DEILA