Ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason varð í gær fyrsti Íslandsmeistarinn í netkappskák. Hlaut hann 6 vinna í 7 skákum og varð efstur af 37 keppendum.
Hann kórónaði þar með góða helgi, en Guðmundur fékk 13 af 14 vinningum í Norðurlandamóti skákfélaga í netskák sem einnig fór fram um helgina.