Bolungavík: góðar kveðjur og þakkir

Bolungavíkurkaupstað bárust í gær hlýjar kveðjur frá forseta Íslands. Segir hann að Bolvíkingar hafi orðið fyrir áfalli en engu að síður muni þeir sýna hvað í þeim býr. Leggur forsetinn áherslu á að þjóðin öll standi saman í ströngu og muni vinna bug á hinni skæðu veiru.

Bæjarráð Bolungavíkur kom saman í gær og í samþykkt þess segir að það þakki fyrir allar þær góðu og fallegu kveðjur sem borist hafa sveitarfélaginu og íbúum þess hvaðanæva af landinu og þakkar þann hlýhug sem þar kemur fram.

Samúðarkveðjur

Bæjarráð Bolungarvíkur fyrir hönd bæjarstjórnar Bolungarvíkur sendir samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna Covid-19 veirufaraldursins sem nú geysar í Bolungarvíkur. Bæjarráð þakkar öllum þeim staðið hafa í framlínunni í baráttunni gegn þessum vágesti og sendir sérstakar þakkir til bakvarðasveitarinnar sem nú stendur vaktina á hjúkrunarheimilinu Bergi.

DEILA