Vindmyllan í Vigur

Eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri er í Vigur.
Talið er að Daníel Hjaltason gullsmiður hafi reist mylluna um 1860 en hún hefur síðar verið stækkuð og endurbætt.
Vindmylla þessi hefur verið í Í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992.

Annars má segja að vindmyllur hafi aldrei verið margar á Íslandi þó voru eitt sinn tvær í Reykjavík, byggðar af sama manninum, stórkaup-manninum P.C. Knudtzon (1789-1864).
Önnur þeirra var var reist árið 1830 við Hólavelli (Suðurgötu 20) en hin á horni Bakarastígs, (nú Bankastræti) og Þingholtsstrætis árið 1847.

Var sú síðarnefnda kölluð hollenska myllan. Í myllunum var malað rúgmél. Þegar hætt var að flytja inn mjöl til mölunar misstu myllurnar gildi sitt.
Hólavallamyllan var rifin um 1880 og hollenska myllan árið 1902.