Vefur Vesturbyggðar tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna

Vefur Vest­ur­byggðar hefur verið tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna í flokknum Opinber vefur ársins.

Þetta er annað árið í röð sem vefurinn er tilnefndur til þessara verð­launa en vefurinn hlaut verð­launin árið 2019 í sama flokki.

Verðlaunaafhendingin fer fram við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica Hotel þann 13. mars n.k.

Vesturbyggð hefur notið leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning nýs vefs og gerð samskiptastefnu. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon.