Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu 13. mars 1920

Fyrir nákvæmlega hundrað árum birtist þessi frétt í Morgunblaðinu.

Þá voru liðin tæp tvo ár síðan Spánska veikin gekk yfir heiminn og menn mjög á varðbergi.

Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfelli spönsku veikinnar. Á fræðimáli ber veirustofninn sem þar kom við sögu heitið H1N1 innan inflúensu af A-stofni.

Spánska veikin er mannskæðasta farsótt sögunnar og deyddi um 25 milljónir manna. Sumir telja að tala látinna hafi jafnvel verið mun hærri eða allt að 40 milljónir. Á Indlandi einu saman dóu nálægt 12,5 milljónir manna. Veikinni fylgdi jafnan lungnabólga og menn létust oft innan tveggja daga eftir að sóttarinnar varð vart.