Tæplega 10 þúsund manns atvinnulausir á landinu

Hagdeild Landsbankans hefur tekið saman upplýsingar um atvinnuástandið í byrjun árs. Atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar er 4,3% af vinnuaflinu og um 9.600 manns voru á atvinnuleysisskrá.

Vinnumarkaðskönnum Hagstofunnar gefur aðrar tölur. Samkvæmt þeim  voru 7.400 manns atvinnulausir í janúar eða um 3,6% af vinnuaflinu.  Hagstofan áætlar að um 209 þúsund manns hafi verið á vinnumarkaði í janúar 2020, sem jafngildir 80,7% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 201.500 starfandi og 7.400 atvinnulausir. Hefur atvinnulausnum fjölgað um 900 frá sama tíma á síðasta ári.

Atvinnuleysi mjög mismunandi eftir svæðum

Í janúar var atvinnuleysi á Suðurnesjum áberandi mest á landinu og gildir það jafnt um karla sem konur. Skráð atvinnuleysi karla á Suðurnesjum var 9% í janúar og 8,6% meðal karla.

Sé litið á meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða má sjá að það var hæst meðal kvenna á Suðurnesjum, 7,3%, og næst hæst meðal karla á Suðurnesjum, þar sem það var 6,4%.

Á Vestfjörðum er meðalatvinnuleysið um 2%.

Hagdeildin telur líklegt að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstu mánuðum, og að fyrirhugaður bati síðar á árinu muni hugsanlega ekki ganga eftir vegna COVID-19.

 

 

DEILA