Suðureyrarhöfn : endurbygging vesturkants

Samningar standa yfir við lægstbjóðanda í endurbygggingu Vesturkans á Suðureyri. Útboð voru opnuð í desember. Tvö tilboð bárust. Ísar ehf., Kópavogi bauðst til að vinna verkið fyrir 49.950.000 kr. sem er 15,6% yfir kostnaðaráætluninni 43.208.800 kr. Tilboð Bryggjuverks ehf., Keflavík var 65.571.450 kr. sem er 52% yfir kostnaðaráætlun.  Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Helstu magntölur:
Reka niður 36 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ14-770 10/10 og ganga frá stagbitum og stögum. Steypa 18 akkerisplötur. Steypa um 54,5 m langan kantbita með pollum, kanttré,
stigum og þybbum. Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 620 m³ og ofan á svæði undir þekju.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2020.