Úthlutað hefur verið úr safnasjóði nú í mars alls 177.243.000 kr. Veittir voru 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139.543.000 kr. til 48 styrkþega. Einnig voru veittir 13 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna að upphæð kr. 37.700.000 fyrir árið 2020.
Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna og getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna og önnur verkefni.
Það er menntamálaráðherra sem veitir styrkina að fengnum tillögum safnaráðs.
Styrkir úr safnasjóði til Vestfjarða voru þessir:
Byggðasafn Vestfjarða :
Snjáfjallasetur – skráning gripa kr. 900.000
Steinshús – skráning gripa kr. 900.000
Ráðgjöf vegna eftirlits safnaráðs og framtíðaruppbyggingu kr. 900.000
Lífið í sjávarþorpi – verkefnabók kr. 625.000
Minjasafn Egils Ólafssonar:
Sunarsýning 2020 kr. 150.000
Sauðfjársetur á Ströndum:
Umbætur eftir úttekt Safnaráðs kr. 1.100.000
Álagablettir – síðari áfangi kr. 1.250.000
Útisýning við Sævang kr. 800.000
Öndvegisstyrkir 2020:
Minjasafn Egils Ólafssonar Bjargið, landið, víkurnar og verin kr. 2.500.000
Sauðfjársetur á Ströndum Menningararfur í ljósmyndum kr. 2.500.000