Munið eftir smáfuglunum

Mikill snjór er nú um víða og eiga fuglarnir erfitt. Landsmenn þurfa að hugsa til þessara smáu meðbræðra.

Sem dæmi um fóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa þröstum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaður maís og hveitikorn handa snjótittlingunum.

Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum og má blanda matarolíu, tólg eða smjöri við afganga og korn.

Snjótittlingar éta einkum fræ af jörðinni. Snjótittlingum er frekar illa við að vera inn á milli trjáa og því er best að gefa þeim á opnu svæði eða á húsþök.

Þeir éta líka af fóðurpöllum en aðeins einstaka fugl lærir að éta úr hangandi fóðurdalli. Mulið maískorn, sólblómafræ og finkukorn er í uppáhaldi hjá þeim.

DEILA