
Í ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um laxeldi i sjó sem kynnt var í síðustu viku er lagt til að laxeldi verði bannað innan línu sem dregin er frá Ögurnesi í Æðey og þaðan um Hólmasund til lands á Snæfjallaströnd. Ragnar Jóhannsson hjá Hafrannsóknarstofnun sem kynnti tillöguna hefur staðfest við Bæjarins besta að í felist að heimilað verði eldi í Skötufirði og þar utan við.
Tvær breytingar eru gerðar í tillögunni varðandi eldi á Vestfjörðum. Lagt er til að heimilaður verði 2.500 tonna lífmassi í Önundarfirði og Í Ísafjarðardjúpi er lagður til 12.000 tonna hámarkslífmassi. Ef notuð eru 400 gramma seiði má auka hámarkslífmassann í 14.000 tonn.
Burðarþolsmat Önundarfjarðar er 2.500 tonn og Ísafjarðardjúps er 30.000 tonn.