Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur þurft að gera breytingar á þjónustu stofnunarinnar vegna kórónaveirunnar vegna þess að mikilvægt er að lágmarka smithættu vegna COVID-19. Breytingar ná til flestra starfssviða stofnunarinnar og eru gerðar til þess að draga út smithættu og vernda skjólstæðinga og starfsfólk.
Enginn má koma inn á stofnunina nema hafa tilkynnt komu sína símleiðis áður. Á heilsugæsluna má enginn koma nema að hafa pantað tíma áður. Ýmis þjónusta verður sett á bið, svo sem ferðamannabólusetningar, eyrnaskolanir, spirometria, holterrannsóknir, blóðþrýstingsmælingar, blóðsykurmælingar og fleira.
Heimsóknarbann er á hjúkrunarheimilum og legudeild á Patreksfirði. Á Ísafirði er göngudeild lokuð tímabundið. Hjá tannlæknum er lokað og einungis neyðarþjónustu er sinnt í síma 893-4511.
Samband í síma og gegnum net
Á dagvinnutíma:
- Bráð veikindi fara í 112 – mikilvægt er að tilgreina ef grunur er um Covid-19
- Allar spurningar vegna Covid-19 fara í gegnum síma 1700
- Hægt er að panta símatíma læknis í gegnum heilsuvera.is
- Netspjall opið á heimasíðu hvest.is
- Á dagvinnutíma er hægt að hringja í 450 4500 og fá samband við hjúkrunarfræðing á heilsugæslu.
Utan dagvinnutíma:
- Bráð veikindi fara í 112 – mikilvægt er að tilgreina ef grunur um Covid-19
- Allar spurningar vegna Covid-199 fara í gegnum síma 1700
- Ef mikil bið er hjá 1700 og veikindi sem ekki geta beðið næsta dags (ekki Covid-19) má hringja í síma 450 4565 (bráðadeild) og þar mun hjúkrunarfræðingur leysa úr málunum og gefa símann áfram til vakthafandi læknis ef þarf.