Dregnir til Ísafjarðar

Bátarnir Brói KE og Eiður ÍS voru í gær dregnir frá Flateyri til Ísafjarðar. Það var björgunarskipið Björg II frá Rifi sem dró bátana en Landsbjörg útvegaði það til Flateyrar yfir vetrarmánuðina eftir snjóflóðið í janúar. Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri sér um að manna skipið. Komið var til Ísafjarðar um kvöldmatarleytið.

Á myndinni sem Þorgils Þorgilsson tók sjást bátarnir komnir úr höfninni en Björg er út úr myndinni og komin vel í beygjuna út fjörðinn. Eins og sjá má var gott veður í Önundarfirði í gær.

Hægt hefur gengið að hreinsa til eftir flóðið og eru aðrir bátar enn í höfninni eða á hafnarkantinum.

Komið var til Ísafjarðar um kvöldmatarleytið. Heimir Tryggvason tók þessa mynd af skipunum í Ísafjarðarhöfn.