Bolungavík: 947 tonn landað í febrúar

Sirrý ÍS. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þrátt fyrir erfiða tíð gekk sjósókn vel frá Bolungavík. Alls var landað 947 tonnum af bolfiski í mánuðinum.

Togarinn Sirrý ÍS var að venju aflahæstur með 371 tonn í 5 róðrum. Þrír snurvoðarbátar lönduðu 23 tonnum, þar af var Páll Helgi ÍS með 13 tonn í fimm róðrum.

Sex línubátar öfluðu um 555 tonnum í febrúar. Fríða Dagmar ÍS var með 172 tonn í 16 veiðiferðum og Jónína Brynja ÍS landaði 162 tonnum eftir jafnmarga róðra.

Einar Hálfdáns ÍS var með 76 tonn í 15 veiðiferðum, Otur II ÍS fékk 69 tonn í 14 róðrum og Indriði Kristins BA landaði einu sinni í Bolungavík og var með 16 tonn.

 

DEILA