Arctic Fish: Gott skref, mikilvægt að geta byrjað

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um að heimila 12 þúsund tonna lífmassa í Ísafjarðardjúpi vera gott skref. „Það er mikilvægt að geta byrjað“.

Sigurður segir hins vegar að ólíklegt sé að hægt verði að byrja á næsta ári, tillaga Hafrannsóknarstofnunar komi of seint  til þess að svo megi verða. Sigurður segir að hann miði reyndar við reynsluna hingað til af viðbragðshraða stofnana við afgreiðslu umsókna. „Ef til vill næst það ef allir taka höndum saman til þess að hraða afgreiðslu“ segir Sigurður.

Forkastanlegt að hunsa árvakann

Sigurður Pétursson er á hinn bógin afar óhress með það að stofnunin virðist ekki taka tillit til þess að árvakarnir sem búið er að setja í árnar í Djúpinu eru örugg vörn fyrir því að strokulax úr eldi geti gengið upp í árnar. Sigurður segir að sé ekki að sjá í ráðleggingu stofnunarinnar að þessu búnaður sé til staðar og spyr hvort Hafró trúi ekki á árvakann.