Lengjubikarinn: Vestri tapaði fyrir Val

Knattspyrnulið Vestra, sem mun leika í 1. deild í sumar,  tekur þátt í Lengjubikarnum og leikur í A deild. Liðið er í riðli 4 ásamt fimm öðrum liðum úr úrvalsdeild og 1. deild, Val, ÍBV, Stjörnunni, Fjölni og Víking frá Ólafsvík.

Vestri lék fyrsta leik sinn á Hlíðarenda í Reykjavík í gær og atti kappi við Val. Marga leikmenn vantaði í lið Vestra og hafði úrvalsdeildarlið Vals nokkra yfirburði í leikum.  Fór svo að Valur vann 5:0 eftir að hafa leitt 2:0 í leikhléi.

Næsti leikur verður sunnudaginn 23. febrúar og verður þá leikið við Víking frá Ólafsvík.

Þessi lið kepptu í móti Fótbolta.net fyrr í vetur og skildu liðin jöfn 1:1, en Víkingur vann í vítaspyrnukeppni að leik loknum.

DEILA